Hliðið tekið í notkun 1. Apríl 2012

By April 1, 2012Fréttir

Hliðið var tekið í notkun 1. Apríl kl.18.00, eftir miklar endurbætur. Myndin sýnir fyrsta bílinn sem fer um hliðið eftir að því var lokað formlega.

Þetta hlið hefur aldrei virkað frá upphafi vegna lélegs frágangs og mistaka við uppsetningu sem stórskemmdi vélbúnað þess.

Veðurfar tafði fyrir vinnu við breytingar á vél og rafeindabúnaði hliðsins í vetur. Nú er þessu lokið. Þar sem fjarstýringar voru uppseldar og margar hafa tapast var ákveðið á aðalfundi félagsins 2011 að breyta yfir í kortalesara.

Lesarinn sem valinn var hefur allt upp í 3 m. skynjun frá korti. Búið var að kaupa annan af þekkri tegund sem hafði um 1 m. langdrægni. Viðkomandi hefði í raun þurft að leggja kortið að lesaranum eða renna því í rauf.

Tæplega hefði dugað að teygja sig út um hliðarrúðu bílsins þar sem aðkoman að hliðinu er ekki 90º á hliðið og því of langt að tegja sig í lesarann.

Fara hefði þurft út úr bílunum til að fá skynjarann til að lesa af kortinu.

Stuttu eftir kaupin á fyrri lesara kom á markað frá sama fyrirtæki langdrægari lesari. Samningar tókust með að skipta um lesara án þess að borga mismuninn með því að undirritaður tók á sig tilraunir og prófanir við nýju gerðina, hérlendis.

Laugardaginn 17.03 voru gerðar lokatilraunir með allt kerfið. Bætt var við lýsingu við hliðið fyrir myndavél sem var sett upp til að fylgjast með umferðinni um hliðið sjálft. Einnig er hægt að sækja allar færslur í kortalesarann og á hvaða tíma hvert kort er notað. Settur var upp mjög vandaður “Öryggisstoppari” og margt fleira í leiðinni.