Leiðbeiningar

Ýmsar upplýsingar um skúrana, lóðina og umgengni

Hvernig opnast hliðið?

Ekki þarf nær hliðinu til að opna með kortinu. Það dugði að veifa kortinu fyrir innan framrúðu bílsins og þá opnaðist hliðið.

Fyrsta brunabótamat

Húseiganda er skylt að óska eftir  brunabótamati  nýrrar  húseignar ekki síðar en fjórum vikum eftir að hún er tekin í notkun, sjá lög um brunatryggingar  númer 48 frá 1994.

Hér eru upplýsingar frá Þjóðskrá um fyrsta brunabótamat. Þetta er ekki flókið, eigendum húseigna ber að lát meta eignir sínar. Það má líka benda á að iðgjald smíðatryggingar, sem tryggingarfélögin innheimta er mun hærra en iðgjald á eignum sem hafa verið metnar til brunabóta af starfsmönnum Þjóðskrár.

Þeir sem vilja kanna hvort þeirra eign hafi fengið fullnaðarútekt á brunabótamati geta farið inn á síðuna www.skra.is og athugað hvort svo sé.

Ef eignin hefur ekki verið tekin út og fullnaðarskráning verið framkvæmd  er  rétt að gera það sem fyrst.

  1. Farið inn á www.skra.is
  2. Sækið eyðublað F-503 ( Beiðni um brunabótamat )

Starfsmaður Þjóðskrár Íslands skoðar þá eignina og gefur út mat. Fyrsta brunabótamat er húseigandanum að kostnaðarlausu en álagning skipulagsgjalds fer fram í kjölfar þess. Sjá reglugerð um skipulagsgjald.

Fyrirspurnir til félagsins

Þú getur sent okkur skilaboð með því að fylla út formið á þessari síðu

Aðgangskortin

Nokkuð hefur borið á að menn átti sig ekki hvernig kortalesarinn vinnur.

Þetta er mjög langdrægur lesari sem nemur kortið í allt að 4 metra. Bílar hafa hinsvegar mismunandi áhrif á segulsvið kortsins. Best er því að aka að hliðinu svipað og þessi maður.

Ef lesarinn skiptir ekki yfir á gult ljós með kortið inni í bílnum er nóg að opna hliðarrúðuna og veifa kortinu fyrir utan bílinn.

Ekki þarf að fara út ef menn aka upp að því eins og myndin sýnir