Lög félagsins
Lög Lóðarfélagið Móhella 4, Kt. 691104-2810 sem samþykkt voru á aðalfundi 2. maí 2012
1. grein
Félagið heitir Lóðarfélagið Móhella 4 og fer með öll sameiginleg málefni allra eigenda fasteigna á lóðinni Móhellu 4 í Hafnafirði. Félagið starfar eftir ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleignahús með þeim viðbótarákvæðum sem koma fram í eftirfarandi liðum.
Stjórn Lóðarfélagsins er ábyrgt fyrir rekstri sameigna, viðhaldi á mannvirkjum og lóð og því að ákveða og framfylgja öllu því, sem varðar lóð og séreignir á lóðinni, sem sett eru fram í 14. gr. þinglýsts leigusamnings um lóð dags.15.04.2004.
2. grein
- Aðalfundur kýs formann stjórnar til eins árs í senn.
- Aðalfundur kýs tvo aðra í stjórn, sbr. ákvæði í 2. gr. Stofnsamnings Lóðafélagsins og tvo menn til vara.
- Hlutverk stjórnar er eftirfarandi:
- Samskipti við bæjaryfirvöld ( Byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirlit og. fl.), sem fulltrúi allra eigenda.
- Almennan rekstur lóðarfélagsins svo sem rekstur sameignar, viðhald á mannvirkjum og lóð.
- Aflestur af mælum, rafmagn og hita, greiðslu orkureikninga og annarra rekstrareikninga.
- Innheimta félagsgjöld ( Húsgjöld ) frá hverjum eigenda vegna reksturs og viðhalds á sameign.
3. grein
Halda fullnægjandi bókhald um rekstur félagsins, skrá yfir eigendur allra eigna og boða til sameiginlegra funda. Hafa eftirlit með að kvöðum á lóð og séreign, sem fram kemur í 4. grein og leigusamningi við Hafnafjarðabæ sé framfylgt.
4. grein
Á lóðinni eru m.a. eftirfarandi kvaðir á séreignir og sameiginlegt útisvæði. Lóðarfélagið Móhella 4 er ábyrgt fyrir að kvöðum sé framfylgt og sér stjórn á hverjum tíma til þess, að svo sé.
c. Lóðarfélagið skal hafa eftirlit með olíugildrum á lóðinni og sjá um að allar gildrur verði hreinsaðar a.m.k. einu sinni á ári og oftar ef þörf er.
5. grein
Skyldur eiganda eru þessar helstar:
- Skylda til að vera aðili að Lóðarfélaginu og fara eftir löglegum ákvörðunum þess og virða þær.
- Skylda til að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnaði.
- Skylda til að taka eðlilegt og sanngjarnt tillit til annarra eigenda við hagnýtingu séreignar.
- Skylda til að virða rétt og hagsmuni annarra eigenda við hagnýtingu sameignarinnar.
6. grein
- Aðalfund Lóðarfélagsins skal halda fljótlega eftir hver áramót, en eigi síðar en í júní hvert ár, en aðra fundi eftir þörfum að mati stjórnar
- Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum varðandi lóð og mannvirki á lóðinni.
- Sé fundur löglega boðaður ræður einfaldur meirihluti mættra fundarmanna um úrslit mála.
- Hver eigandi hefur atkvæðisrétt miðað við hlutfall eignar hans á lóðinni, það er að segja eitt atkvæði fyrir hverja eign
- Boða skal til aðalfundar með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara.
- Fundarboð og dagsetningu skal auglýsa í dagblaði.
- Fundurinn er lögmætur hversu fáir sem mæta , enda sé boðað til hans á lögmætan hátt.
- Á aðalfundi skal stjórn gera grein fyrir rekstri lóðarfélagsins og leggja fram reikninga til samþykktar.
- Að öðru leiti er dagskrá fundar samkvæmt ákvæðum laga um fjöleignarhús.