Category

Fréttir

AÐALFUNDARBOÐ

By | Fréttir

Aðalfundur Lóðafélagsins Móhellu 4, a-e, verður haldinn mánudaginn þann 29.júní 2020 kl.: 17:00, haldinn í sal Kænunnar, Óseyrarbraut, Hafnarfirði

  1. Fundur settur.
  2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  3. Framlagning ársreikninga til umræðna og samþykktar.
  4. Kosning formanns.
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna.
  6. Kosning tveggja varamanna.
  7. Kosning skoðunarmanna reikninga.
  8. Framlagning rekstraráætlunar fyrir næsta ár til umræðna og samþykktar.
  9. Framlagning framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár til umræðna og samþykktar.
  10. Ákvörðun húsgjalda fyrir komandi ár.
  11. Lagabreytingar.
  12. Önnur mál.
  13. Fundargerð lesin og leiðrétt.
  14. Fundi slitið.
    Reikningar félagsins vegna ársins 2019 liggja frammi á sama stað frá kl. 16.00 – 17.00 föstudaginn 26. júní – einnig verða þeir aðgengilegir á heimasíðu félagsins www.mohella.is frá 24. júní og fram yfir aðalfund
    Samkvæmt ofanrituðu verða mikilvæg mál tekin fyrir á fundinum til ákvörðunar og umræðu. Hér með er eindregið skorað á eigendur að mæta á fundinn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í ákvörðunum. Fundur þessi er boðaður í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 og verður fundurinn haldinn samkvæmt fyrirmælum þeirra. Fundarboð þetta er kunngert félagsmönnum með birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu og einnig á heimasíðu félagins.
    Stjórn Móhellu 4, a-e

Upplýsingar: Nú er viðgerð á hliðinu lokið.

By | Fréttir

Upplýsingar: Nú er viðgerð á hliðinu lokið, stefnt er að því að taka það í notkun 1. júní nk.

Fyrirkomulagið verður svipað og síðast er það var í notkun, það opnast kl. 8.00 og lokast kl. 20.00 alla daga.

Stjórnin beinir því til eigenda að hafa aðgangskortin tiltæk eftir 1. júní. Ath. það þarf ekki að nota kortin þegar að ekið er út af svæðinu.

Bestu kveðjur frá stjórn Lóðafélagsins við Móhellu 4.

Upplýsingar til eigenda:

By | Fréttir

Í júlí 2019 lauk viðgerðum á þökum, sem skemmdust í óveðri seinnipart árs 2011, en þá varð tjón á liðlega 300 m2 afþakpappa. Samkvæmt samþykkt aðalfundar þann 15. mars 2015, var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð og jafnframt að leggja kr. 10.000 á hvert fastanúmer, til að standa straum af viðgerðarkostnaði þakanna, kostnaður reyndist nærri þeim áætlunum, sem hafa verið ræddar á aðalfundum. Búið er að stofna Framkvæmdasjóð og stofna kröfu á eigendur geymslubila í Móhellu 4, Hafnarfirði, til samræmis við tilvitnaða aðalfundarsamþykkt.

Stjórn Lóðafélagsins

 

Aðalfundur Lóðafélagsins Móhellu 4 a-e, Hafnarfirði

By | Fréttir

Aðalfundur Lóðafélagsins Móhellu 4 a-e, Hafnarfirði

Fundurinn verður haldinn í Kænunni við Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, kl. 17.00, fimmtudaginn 9. maí 2019

Venjuleg aðalfundarstörf

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018
  3. Reikningar ársins 2018 lagðir fram
  4. Kosning formanns, stjórnar og varamanna
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga
  6. Rekstar og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019
  7. Ákvörðun um húsgjöld
  8. Önnur mál

Reikningar ársins 2018 liggja frammi í Kænunni við Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, miðvikudaginn 8. maí á milli kl. 16.00 og 17,00

Aðalfundur Lóðafélagsins var haldinn 9.5.2019 í Kænunni í Hafnarfirði, stjórn og skoðunarmenn reikninga voru endurkjörin.

Stjórnin

Foktjón á skúrum

By | Fréttir

Þak skemdist á tveim lengjum, A og B, þann 12 október 2011. Með snarræði  tókst að koma í veg fyrir alvarlegt tjón, þó ljóst sé að skemmdir eru umtalsverðar. Stjórnin er að leita tilboða í viðgerð, (verðkönnun), svo hægt sé að taka málið upp á næsta aðalfundi.

Bráðabirgðaviðgerð er talin nokkuð góð, en stjórnarmenn eru að kanna hvernig best verður að ganga frá  þakinu fyrir veturinn. Einnig er verið að  skoða hvort einhver hætta sé á fleiri stöðum á hinum húsunum. Fréttir af því koma  inn á heimasíðuna þegar það er ljóst

Sóðaskapur frá nágrönum

By | Fréttir

25 apríl var verið að hreinsa bíla sem notaðir voru við að salta götur höfuðborgarinnar. Eigandinn er í næsta húsi við Móhellu 4.

Notuð hefur verið háþrýstisprauta við verkið og úðaðist inn á lóð félagsins eins og sjá má á myndinni.   Árni formaður og Jón varaformaður töluðu við kauða en ekkert gerðist af hans hálfu við að hreinsa upp eftir sig.

Árni fékk því aðra til að hreinsa þetta upp og ætlar að senda sökudólgnum reikninginn.

Girðingin umhverfis lóðina

By | Fréttir

Girðingin hefur oft verið skemmd, en eftir að gæsla var fengin á svæðið hefur það ekki komið fyrir síðan.

Þegar hliðið var lokað um tíma fyrir tveim árum fóru þjófar yfir girðinguna baka til í lóðinni. Nú þegar hliðinu hefur verið lokað og gæslan er minni kemur upp í huga stjórnarmanna hvort ekki þurfi að bæta ofan á girðinguna einhverri hindrun.

Hér er góð mynd frá geymslusvæði sem er áþekkt þessu á Móhellu.

Gott væri að eigendur veltu þessu fyrir sér og kæmu með tillögu á næsta aðalfund, 2.maí 2012.

Tillaga frá stjórnininni þann 12.04.2012 .

Hreinsun lóðar

By | Fréttir

Í dag, 3 Apríl 2012, var lóðin þrifin.  Mikið rusl hafði safnast meðfram girðingunni og í grasið. Um eitt tonn var fjarlægt. Það eru eindreigin tilmæli til allra að gengið sé þrifalega um lóðina.

Hliðið tekið í notkun 1. Apríl 2012

By | Fréttir

Hliðið var tekið í notkun 1. Apríl kl.18.00, eftir miklar endurbætur. Myndin sýnir fyrsta bílinn sem fer um hliðið eftir að því var lokað formlega.

Þetta hlið hefur aldrei virkað frá upphafi vegna lélegs frágangs og mistaka við uppsetningu sem stórskemmdi vélbúnað þess.

Veðurfar tafði fyrir vinnu við breytingar á vél og rafeindabúnaði hliðsins í vetur. Nú er þessu lokið. Þar sem fjarstýringar voru uppseldar og margar hafa tapast var ákveðið á aðalfundi félagsins 2011 að breyta yfir í kortalesara.

Lesarinn sem valinn var hefur allt upp í 3 m. skynjun frá korti. Búið var að kaupa annan af þekkri tegund sem hafði um 1 m. langdrægni. Viðkomandi hefði í raun þurft að leggja kortið að lesaranum eða renna því í rauf.

Tæplega hefði dugað að teygja sig út um hliðarrúðu bílsins þar sem aðkoman að hliðinu er ekki 90º á hliðið og því of langt að tegja sig í lesarann.

Fara hefði þurft út úr bílunum til að fá skynjarann til að lesa af kortinu.

Stuttu eftir kaupin á fyrri lesara kom á markað frá sama fyrirtæki langdrægari lesari. Samningar tókust með að skipta um lesara án þess að borga mismuninn með því að undirritaður tók á sig tilraunir og prófanir við nýju gerðina, hérlendis.

Laugardaginn 17.03 voru gerðar lokatilraunir með allt kerfið. Bætt var við lýsingu við hliðið fyrir myndavél sem var sett upp til að fylgjast með umferðinni um hliðið sjálft. Einnig er hægt að sækja allar færslur í kortalesarann og á hvaða tíma hvert kort er notað. Settur var upp mjög vandaður “Öryggisstoppari” og margt fleira í leiðinni.